Innlent

Áfall fyrir Sóleyju Tómasdóttur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóley Tómasdóttir segir að niðurstaðan sé áfall fyrir sig og alla í VG.
Sóley Tómasdóttir segir að niðurstaðan sé áfall fyrir sig og alla í VG.
Þetta er mjög skrýtið og ég efast um að þetta sé satt, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík. Hún var spurð um niðurstöðu VG í kosningunum í umræðum oddvita framboðanna í Reykjavík sem fram fóru á RÚV um tólfleytið í kvöld.

Sóley sagði að frambjóðendur hefðu fundið meðbyr fyrir kosningarnar og tölurnar kæmu því á óvart. Hún sagði að niðurstaðan væri áfall fyrir sig og alla í VG. Hún sagðist hins vegar eiga erfitt með að skilgreina hvað hefði gerst og valdið þessari niðurstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×