Innlent

Kvikuflæðið allt að 50 tonn á sekúndu

Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins.
Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Mynd/Daníel Rúnarsson
Talið er að kvikuflæðið upp úr gosrásinni í Eyjafjallajökli, sé allt að 50 tonn á sekúndu, sem er meira en haldið hefur verið, en minna en við upphaf gossins. Þetta flæði jafngildir þyngd fimmtíu lítilla fólksbíla á sekúndu.

Einar Kjartansson, jarðvísindamaður, hefur reiknað þetta út frá ýmsum gögnum, meðal annars bráðnun sem birtist í rennsli meðfram- og undan Gígjökli í norðanverðum Eyjafjallajökli. Þar óx vatnsmagn í morgun og rann út í Markarfljót, án þess þó að valda flóði, en rennslið í fljótinu er töluvert og vel umfram venjulegt rennsli á þessum árstíma.

Annars hélt gosið ámóta krafti í nótt og verið hefur síðasta sólarhringinn. Ekki hafa borist fregnir af öskufalli í nótt, en fyrstu niðurstöður úr rannsóknum flugvélar þýsku loftrannsóknamiðstöðvarinnar í gær, eru væntanlegar í dag. Gjóskan er nú mun grófari en hún var fyrstu dagana þegar hún olli sem mestum usla í flugsamgöngum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×