Innlent

Þeir hækki launin sem geta

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, vill að útflutningsfyrirtæki, sem njóta góðs af veikri krónu, veiti starfsfólki sínu launahækkanir. Vill hann að „sótt verði að þeim atvinnugreinum sem hafa borð fyrir báru til að hækka verulega laun sinna starfsmanna" eins og segir í frétt á síðu félagsins.

Þar er þess einnig getið að forysta ASÍ sé ekki hlynnt þeirri leið. Kveðst Vilhjálmur ekki skilja þá afstöðu.

Býst hann við að töluverður tími fari í að ræða stefnuna í komandi kjarasamningum á formannafundi aðildarfélaga ASÍ á fimmtudag.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×