Innlent

Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir hafa gengið í hjónaband en ný hjúskaparlög tóku gildi í dag á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra en með gildistöku laganna eru aðeins ein samræmd hjúskaparlög í landinu óháð kynferði.

Að sögn Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns Jóhönnu lögðu þær Jóhanna og Jónína inn umsókn á dögunum þess efnis að staðfestri samvist þeirra yrði breytt í hjónaband í samræmi við nýju lögin. Hjónabandið tók formlega gildi í dag.

Ísland er níunda landið í heiminum þar sem í gildi eru samræmd hjúskaparlög.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×