Innlent

Ekkert öskufall í Reykjavík

Óli Tynes skrifar
Reykjavíkurflugvöllur lokaður.
Reykjavíkurflugvöllur lokaður.

Ekki verður neitt öskufall í Reykjavík þótt búið sé að loka flugvöllum á suðvesturhorninu.

Askan er miklu hærra en svo að hún komi þar niður.

Örlítill möguleiki er á að öskumistur berist til höfuðborgarinnar sem gæti verið sýnilegt eins og venjuleg mengunarmóða.

Mælir sem settur var upp á Kirkjubæjarklaustri sýnir að þar eru ekkert minni  loftgæði en venjulega og Klaustur er jú miklu nær gosstöðvunum en Reykjavík.

Umhvefissstofnun fylgist náið með þessu og mun gefa út tilkynningu ef breytingar verða.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×