Innlent

Iceland Express hyggst fljúga til Evrópu á morgun

Iceland Express stefnir að flugi til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante á morgun, mánudag. Stefnt er að því, að Kaupmannahafnarvélin fari í loftið í fyrramálið, og Alicante, Tenerife og Berlín eftir hádegið. Félagið hefur hins vegar aflýst öllu flugi til London á morgun.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Við þetta má bæta að Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×