Innlent

Kaupa stórhýsi fyrir sendiráð

Skúlagata 51. Nýbyggingin þar sem Sjóklæðagerðin var áður á nú að hýsa sendiráð Kínverja á Íslandi.Fréttablaðið/Anton
Skúlagata 51. Nýbyggingin þar sem Sjóklæðagerðin var áður á nú að hýsa sendiráð Kínverja á Íslandi.Fréttablaðið/Anton

Kínverska sendiráðið hefur fest kaup á stórhýsi á Skúlagötu 51 og hyggst flytja þangað starfsemi sína. Um er að ræða 4.182 fermetra nýbyggingu beint neðan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Það var félagið 2007 ehf. sem seldi Kínverjum húsið í desember.

Kínverjar hafa áður sóst eftir að fá byggingarlóð í Reykjavík fyrir nýja sendiráðsbyggingu en ekki hefur orðið af því. Fréttablaðið sagði frá því 12. júní 2007 að þeir fengu liðsinni utanríkisráðuneytisins sem talaði máli þeirra við borgaryfirvöld. Kom þá fram að Kínverjarnir teldu húsnæði sitt alltof lítið og vildu fá fjögur til fimm þúsund fermetra lóð í miðborginni.

Af öryggisástæðum þyrfti sú lóð að vera fjarri bensínstöðvum og háhýsum.

Þá kom einnig fram í Fréttablaðinu árið 2007 að til stæði að byggja hið nýja hús í kínverskum stíl í samráði við íslenska hönnuði. Sendiráð Kínverja er nú til húsa í 725 fermetra byggingu við Víðimel 29 auk þess sem Viðskiptaskrifstofa Kína á 1.018 fermetra í Garðastræti 41. - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×