Innlent

15 karlmenn verða ákærðir fyrir vændiskaup

Andri Ólafsson skrifar

Allt að 15 karlar verða á næstunni ákærðir fyrir vændiskaup. Það verður í fyrsta sinn sem lögum um þessa háttsemi verður beitt.

Alls er 15 karlmenn grunaðir um að hafa keypt vændi af Catalinu Ncoco og stúlkum sem hún gerði út. Mál karlanna tengist rannsókn lögreglu á Catalinu en hún er grunuð um mansal og vændisstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir þessara karla hafa þegar játað og er rannsókn málsins á lokastigi.

Með málinu verður brotið blað því þá reynir í fyrsta skiptið á lög sem banna kaup á vændi en þau voru sett á Alþingi í apríl í fyrra. Ísland varð þá þriðja landið á eftir Svíþjóð og Noregi til þess að setja lög af þessu tagi.

Karlarnir 15 sem nú eru til rannsóknar gætu átt von á allt að eins árs fangelsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það þó ekki refsingin sem sumir þessara karla kvíða mest, heldur álitshnekkirinn sem mundi fylgja sakfellingunni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.