Innlent

Útlendingar vilja komast úr landi með leiguflugi

Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. Félagið íhugar nú að fljúga til Noregs með erlenda ferðamenn sem eru búnir að fá nóg af verunni hér á landi.
Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. Félagið íhugar nú að fljúga til Noregs með erlenda ferðamenn sem eru búnir að fá nóg af verunni hér á landi.
Undanfarna daga hefur mikil eftirspurn verið eftir flugi frá Íslandi með leiguflugi, að sögn Sigurðar Bjarna Jónssonar, stjórnarformanns Mýflugs. Um er að ræða útlendinga sem eru fastir hér á landi og vilja komast til meginlands Evrópu. Mýflug íhugar að fljúga til norðurhluta Noregs.

Sigurður segir að fyrirtækinu hafi borist fjölmargar fyrirspurnar í tengslum við sérstak leiguflug frá Íslandi. „Þetta eru útlendingar sem vilja komast heim. Fólk er að skoða leiðir til að komast nær heimilum sínum. Það eru nokkrir flugvellir í Norður-Noregi enn opnir og við erum að skoða flug þangað. Við færum þá á níu sæta skrúfuvél."

Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. „Sjúkraflugið hefur gengið mjög vel. Við þurftum að bíða með eitt flug en fórum strax og þegar það birti," segir Sigurður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×