Innlent

Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs

Austanáttin verður ríkjandi í dag og eitthvað fram eftir degi á morgun, að minnsta kosti.
Austanáttin verður ríkjandi í dag og eitthvað fram eftir degi á morgun, að minnsta kosti. MYND/Egill Aðalsteinsson

Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni.

Gosmökkur sást að minnstakosti einu sinni í nótt, og gæti fíngerð aska úr honum borist með háloftavindum í vesturátt. Austanáttin verður ríkjandi í dag og eitthvað fram eftir degi á morgun, að minnsta kosti.

Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni. Bannsvæðið nær yfir Eyjafjallajökul og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×