Erlent

Guð greip hana

Óli Tynes skrifar
Lareece Butler.
Lareece Butler. Mynd af Facebook síðu hennar.

Það þykir ganga kraftaverki næst að Lareece Butler skyldi sleppa lifandi frá því að hrapa til jarðar úr eins kílómetra hæð yfir Port Elizabeth í Suður-Afríku.

Lareece sem er 26 ára gömul var í fallhlífastökki ásamt unnusta sínum og nokkrum vinum. Hún var á svokallaðri fastri línu sem átti að opna fallhlíf hennar þegar hún stökk út úr vélinni.

En eitthvað fór úrskeiðis. Lareece flæktist í fallhlífinni og hrapaði til jarðar. Hún er nýliði í fallhlífastökki og náði ekki að opna varafallhlíf sína.

Lareece skall því til jarðar af ógnarafli. Og slapp með fótbrot og mar. Læknar segja að það hafi ekki verið neitt annað en kraftaverk. Ekkert annað en Guðleg forsjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×