Innlent

Hreinsað á Önundarhorni

Styrkja þarf varnargarða við Svaðbælisá og jafnvel að dýpka árfarveginn.fréttablaðið/gva
Styrkja þarf varnargarða við Svaðbælisá og jafnvel að dýpka árfarveginn.fréttablaðið/gva

Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti þessa ákvörðun, sem tekin var í samráði við stjórn Bjargráðasjóðs. Stjórnin fundaði í gær um málið. Sjóðurinn mun styrkja ábúendur í hreinsuninni. Þá er til skoðunar að hækka varnargarða við Svaðbælisá í námunda við Þorvaldseyri og jafnvel dýpka farveg árinnar. Ákvörðun um það verður tekin á næstunni.- kóp







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×