Innlent

Yfirgáfu heimili sín - mikið öskufall undir Eyjafjöllum

Frá Hvolsvelli klukkan sex í morgun. Þar er nokkur öskurigning en ekki þó jafn mikil og í Fljótshlíðinni. Öskuskýið liggur yfir Fljótshlíð, Hvolsvöll og í vesturátt. Mynd/Ellert
Frá Hvolsvelli klukkan sex í morgun. Þar er nokkur öskurigning en ekki þó jafn mikil og í Fljótshlíðinni. Öskuskýið liggur yfir Fljótshlíð, Hvolsvöll og í vesturátt. Mynd/Ellert
Mikið öskufall var undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og fram á nótt. Skyggni fór allt niður í tvo metra þegar verst var, og yfirgáfu nokkrar fjölskyldur heimili sín og gistu annarsstaðar. Undir morgun færðist öskufallið yfir Fljótshlíðina og þar er nú meira öskufall en orðið hefur frá upphafi gossins. Gosmökkurinn nær líka hærra upp en undanfarna daga, eða í rúmlega 30 þúsund feta hæð, sem er u.þ.b. níu kílómetrar. Aska fellur á Hvolsvelli þessa stundina og allt vestur fyrir Hellu, samkvæmt vegfaranda í morgun.

Þótt aska berist með háloftavindum yfir suðvesturhorn landsins í dag, er ekki víst að öskufalls verði vart, því askan er fíngerð og helst lengi á lofti. Ekkert lát er á gosvirkninni í jöklinum og í gærkvöldi sáust miklar eldglæringar, eða blossar í öskumekkinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×