Innlent

Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklar drunur hafa heyrst úr Eyjafjallajökli í allan dag. Mynd/ Pjetur.
Miklar drunur hafa heyrst úr Eyjafjallajökli í allan dag. Mynd/ Pjetur.

Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Vísindamenn telja engar vísbendingar um að gosinu sé að ljúka þrátt fyrir að það sé ekki eins mikið og það hafi verið í byrjun. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ómögulegt væri að reyna að meta hvenær gosinu ljúki. Sagan sýni að það geti mallað mánuðum saman.

Hjörleifur á þó ekki von á að öskuspreningar líkt og urðu í upphafi gossins hefjist á ný.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×