Innlent

Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands

Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað.

Af þessum sökum hafa þeir farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á morgun verið bókaðir á aukaflugið til Osló. Og farþegar sem eiga bókað flug til Helsinki verið bókaðir á flugið til Tampere, að því er segir í tilkynningu. Þá er áætlað að fljúga til Stokkhólms klukkan hálfníu. Öðrum ferðum til Evrópu hefur hins vegar verið aflýst.

Hjá Icelandexpress er staðan sú að flestum ferðum til norður evrópui hefur verið aflýst en flugi sem fara átti til Kaupmannahafnar hefur verið breytt og verður lent í Gautaborg þess í stað. Þá á að athuga síðar í dag með flug til Berlínar, Tenerife og Alicante.

Nánari upplýsingar er að finna hjá viðkomandi flugfélögum, Icelandair og IcelandExpress.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×