Innlent

Framúrskarandi kosningaþátttaka á Akureyri

Akureyringar eru duglegir að flykkjast á kjörstað.
Akureyringar eru duglegir að flykkjast á kjörstað.

Kjörsókn á Akureyri hefur verið framúrskarandi góð að sögn formanns kjörstjórnar, Helga Teits Helgasonar, en alls hafa 4452 kosið í bænum. Það gera 34,8 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningunum árið 2006 höfðu 32,3 prósent kosið á sama tíma.

Þess má geta að í síðustu alþingiskosningum, vorið 2009, kusu 33 prósent á sama tíma. Því er um frábæra kjörsókn að ræða.

Aðspurður hversvegna Akureyringar flykkjast á kjörstað segist Helgi Teitur engar skýringar hafa á því.

Spurður hvort Akureyringar vilji einfaldlega ekki missa af Euorvision segir Helgi að það komi þá í ljós í kvöld. Ef kjörsókn fellur óeðlilega mikið niður þá, er hugsanlegt að það sé ástæðan.

Annars eru kosningarnar á Akureyri mjög spennandi. Þar, líkt og í Reykjavík, er nýtt framboð óvænt orðið stærsta framboðið í bænum, en það er L-listinn. Þeir mælast með fimm bæjarfulltrúa af ellefu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×