Innlent

Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar bann

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli.
Lögreglan á Hvolsvelli vill ítreka að Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull eru skilgreind bannsvæði, einnig er öll umferð á Mýrdalsjökli bönnuð. Veður er að breytast á svæðinu og vindur að færast til vesturs.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í nótt snýst vindur til vestlægrar áttar og verður norðvestan- og vestanátt ríkjandi allan sunnudaginn. Búast má við öskufalli frá Austur Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi, en að öllum líkindum verður öskufall mest í námunda við Mýrdalsjökul.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×