Innlent

Evrópureisan hófst með rútuferð til Akureyrar

Á leið til Evrópu með viðkomu á Akureyri.
Á leið til Evrópu með viðkomu á Akureyri. MYND/Pjetur

Vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og Berlínar, sem áttu að fara í dag, verða sameinaðar í einu flugi frá Akureyri í dag. Farþegarnir eru nú á leið til Akureyrar og fóru rútur frá BSÍ áleiðist norður klukkan tvö. Vél félagsins til London Gatwick, sem fara átti snemma í fyrramálið verður frestað um 24 tíma.

Iceland Express hyggst fljúga daglega til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður. Reiknað er með að flugvélarnar fari um eða eftir hádegi dag hvern og sætaferðir verði frá BSÍ snemma morguns þessa daga.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×