Erlent

Eru á móti bótum frá ríkinu

Farþegaþota Finnair skreytt múmínálfamyndum í Japan. Asíuflug er stór þáttur í starfsemi Finnair.
Farþegaþota Finnair skreytt múmínálfamyndum í Japan. Asíuflug er stór þáttur í starfsemi Finnair.

Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand.

Hann hefur jafnframt sagt að stjórnvöld ættu ekki að þurfa að hlaupa undir bagga með flugfélögum vegna gossins. Ef þau stæðust á annað borð Evrópureglur um eiginfjárstöðu, þá ætti vikuröskun á flugi ekki að slá þau út af laginu. Hætt væri við að styrkir nú myndu skekkja samkeppnisstöðu þeirra. - óká





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×