Viðskipti erlent

Betur horfir í efnahagslífinu

Masaaki Shirakawa, seðlabankastjóri Japans, segir horfur jákvæðar í efnahagslífinu. Fréttablaðið/AP
Masaaki Shirakawa, seðlabankastjóri Japans, segir horfur jákvæðar í efnahagslífinu. Fréttablaðið/AP

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Almennt var reiknað með þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í skugga hræringa á fjármálamörkuðum.

Netmiðillinn MarketWatch bendir á að bankastjórnin gerir ráð fyrir jákvæðum horfum á næstu mánuðum enda sé efnahagslífið að rétta hægt og bítandi úr kútnum. Þá ætlar seðlabankinn að styðja betur við hagkerfið og auka lánveitingar til fyrirtækja. - jab







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×