Innlent

Þurfum aðstoð ef Hera vinnur

Tilfinningarnar eru blendnar. Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá velgengni sem íslenska lagið í Eurovisjón á að fagna í Evrópu. Hann bendir á að Norðmenn hafa varið meira fé til keppninnar en því sem RÚV veltir á ári. Ef Íslands sigraði í keppninni þyrfti að leita samstarfs við önnur lönd.

Breski Eurovisionklúbburinn hefur spáð Heru Björk sigri í ár. Sama sinnis eru þátttakendur í könnun á vefsíðu norska ríkissjónvarpsins lagið lang sigurstranglegast af þeim sem þegar eru komin áfram, eða um 80 prósent.

Þá hefur Hera Björk Þórhallsdóttir flytjandi íslenska lagsins sjálf sagt að hún sé komin til Noregs til að fara með sigur af hólmi.

Veðbankar virðast þó lítið taka eftir Heru og hennar fylgdarliði en lagi Aserbaídsjan er oftast spáð sigri en næst á eftir eru framlag Þjóðverja, Ísraela og Armena.

Páll Magnússon útvarpsstjóri segist vona að Hera vinni keppnina. Hins vegar væri ljóst að mikill vandi myndi steðja að RÚV ef svo færi. Norðmenn hafi til að mynda varið meira fé til keppninnar en RÚV veltir á ári. Þá benti hann á að Norska ríkissjónvarpið hefur þurft að afsala sér ýmsu skemmtiefni og íþróttaviðburðum vegna keppninnar og þess kostnaðar sem af henni hlýst.

Páll nefnir til að mynda mætti fyrst kanna hvort grundvöllur væri fyrir norrænu samstarfi vegna keppninnar, færi svo að Íslendingar myndu vinna. Hann minnir fólk hins vegar á að hugsa ekki of mikið um það sem enn hefur gerst.

Einnig má benda á að í gegnum tíðina hafa nokkur lönd afsalað sér þeim heiðri sem fylgir því að fá að halda keppnina. Til að mynda Frakkland, Holland og Lúxemborg. Nánar má lesa um keppnina hér.










Tengdar fréttir

Eurovision: Eiríkur Hauks peppar Heru upp - myndband

„Ég er bara að heimsækja Heru og peppa hana aðeins upp fyrir laugardag," segir Eiríkur Hauksson söngvari sem flutti lagið Valentine lost árið 2007 fyrir Íslands hönd en komst ekki upp úr undankeppninni. „Sko lagið er ekki alveg í mínum stíl sko en ég held mikið upp á Heru og lagið er vel samið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×