Innlent

Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé

Iceland Express hyggst reyna að fljúga um Keflavíkurflugvöll í dag. Fréttablaðið/Pjetur
Iceland Express hyggst reyna að fljúga um Keflavíkurflugvöll í dag. Fréttablaðið/Pjetur
Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina.

Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í dag að sögn Kristínar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafullrúi Icelandair, segir flugfélagið gera ráð fyrir að allt flug félagsins til og frá landinu færi því um Akureyri í dag og á morgun. Öll flug Icealandair eru til Glasgow og þaðan er flogið áfram á aðra áfangastaði.

Bæði félögin flugu til og frá Akureyri í gær. Iceland Express flaug til London og Kaupmannahafnar og stóð til að freista þess að láta þær vélar lenda í Keflavík þegar þær sneru aftur til landsins í gærkvöld. Það gekk hins vegar ekki upp og vélunum var stefnt til Akureyrar.

Öll flug Icelandair eru hins vegar til Glasgow og þaðan er flogið áfram á aðra áfangastaði. Kristín Þorsteinsdóttir sagði í gær að Iceland Express ætlaði að reyna að fljúga frá Keflavík til London, Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel enda væri gott útlit fyrir að hægt yrði að opna fyrir flug frá Keflavík.

Sem fyrr eru farþegar beðnir um að fylgjast náið með vefsíðum flugfélaganna og textavarpinu vegna hugsanlegra breytinga á flug­áætlunum. - gar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×