Innlent

Vegfarendur sýni aðgát á öskusvæðinu

Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát á öskusvæðinu. Ef blotnar í ösku á yfirborði vegar getur myndast hálka eða jafnvel fljúgandi hálka.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði og á ströndinni milli Rifs og Grundarfjarðar. Á Vestfjörðum eru hálkublettir um Þröskulda, á Steingrímsfjarðarheiði og víða á sunnanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Á Hrafnseyrarheiði er hálka.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði og Víkurskarði, hálkublettir eru á Þverárfjalli. Á norðausturhorninu er hálka og hálkublettir. Á Austurlandi eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og á Fagradal. Hálka er á Vopnafjarðarheiði, Háreksstaðaleið, á Fjarðarheiði og Oddskarði annars eru hálkublettir víða.

Snjóþekja og éljagangur er á Suðurlandsveg, allt frá Hvolsvöllum að Kvískerjum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×