Innlent

Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð

Lokað Björgunarsveitarmenn ræddu við þá sem vildu komast lengra en á Hvolsvöll og sneru þeim frá sem ekki áttu brýnt erindi.
Mynd/Andrea Rúna Þorláksdóttir
Lokað Björgunarsveitarmenn ræddu við þá sem vildu komast lengra en á Hvolsvöll og sneru þeim frá sem ekki áttu brýnt erindi. Mynd/Andrea Rúna Þorláksdóttir
Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum.

„Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli.

Björgunarsveitarmenn lokuðu vegum og höfðu fyrirmæli um að hleypa aðeins þeim sem erindi áttu lengra en á Hvolsvöll. „Fólk á ekkert erindi lengra, við verðum að geta rýmt sveitirnar mjög hratt ef það kemur flóð,“ segir Smári. „Ég held að fólk skilji það alveg, það geta alltaf komið gusur.“

Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir fjölda þeirra sem gerðu sér ferð á Hvolsvöll, en það hafi verið gríðarlegur fjöldi og mikil umferð fram á kvöld. Lögreglumaður á Selfossi segir að mikil umferð hafi verið í gegnum bæinn. Á tímabili hafi umferðin um þjóðveginn verið eins og um Laugaveginn á góðum degi.

Fáir gerðu sér ferð til að skoða gosstöðvarnar í gær, enda huldu ský jökulinn og því var lítið að sjá.- bj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×