Innlent

Eyjafjallajökull: Drunurnar heyrast víða um land

MYND/Vefmyndavél Vodafone

Veðurskyrðin sem verið hafa á landinu undanfarna daga og rakinn í loftinu virðast hafa gert það að verkum að drunurnar úr Eyjafjallajökli hafa borist mun víðar en áður. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að fólk hafi haft samband frá Vesturlandi, Suðurlandi og frá Mýrum og sagt frá drununum.

„Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru drunurnar líklega frá Eyjafjallajökli og berast svona langt vegna veðurskilyrða og raka í andrúmsloftinu," segir í tilkynningu frá Almannavörnum og því bætt við að verið sé að kanna málið frekar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×