Lífið

22 merki valin til að sýna á RFF

Fjölmargir koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival.
Fjölmargir koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival.
Alls 22 hönnuðir hafa verið valdir til að sýna á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Þetta verður í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin og hönnuðurinn Katrín Alda telur að fjölbreytt hönnun verði í sviðsljósinu.

„Ég held að hátíðin sé það besta sem gat komið fyrir okkur á þessum tímum,“ segir hönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir sem hannar undir merkinu Kalda.

Kalda og 21 önnur merki hafa verið valin til að sýna á Reykjavík Fashion Festival sem fer fram dagana 19. og 20. mars í gömlu kaffiverksmiðju Ó.Johnson & Kaaber við Sætún í Reykjavík. Þá mun Fatahönnunarfélag Íslands sjá um sýningarbása í Hafnarhúsinu 21. mars. Katrín segir línuna sem Kalda sýnir í mars vera nánast tilbúna. „En við ætlum að bæta við hana hönnun sem hefur ekki sést áður,“ segir hún.

Spurð hvort hægt sé að spá fyrir hvað verður áberandi á sýningu RFF segir hún það ómögulegt. „Ég held að það sé það skemmtilega við hönnuðina sem eru að sýna – þeir eru svo rosalega ólíkir,“ segir Katrín. „Ég held að það sé ekkert sem skyggir á annað. Það er segull á erlendu pressuna og auðvitað íslensku líka. Það eru ekki margir heima að fylgja einhverjum reglum og ég held að það geri okkur góð.“

atlifannar@frettabladid.is
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×