Innlent

Meintir fjársvikarar látnir lausir í dag

Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.
Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela.

Mennirnir tveir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli verða látnir lausir síðar í dag. Mennirnir voru þann 22. október úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og rennur það út í dag.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður ekki farið fram á framlengingu varðhaldsins. Annar maðurinn sem látinn verður laus í dag er starfsmaður Ríkisskattstjóra og hefur hann verið í varðhaldi frá því málið komst upp um miðjan september. Hinn var handtekinn nokkru síðar og hefur því setið skemur í varðhaldi.

Mennirnir eru ásamt fleirum grunaðir um að hafa svikið allt að þrjúhundruð milljónir út úr ríkinu . Einn maður til viðbótar,Steingrímur Þór Ólafsson, hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Hann var handtekinn í Venezúela en unnið er að því að fá hann framseldan til Íslands.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×