Innlent

Eldgosið ekki í rénun

Eldgosið er ekki í rénun. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Eldgosið er ekki í rénun. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er ekki í rénun, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í rannsóknarflugi með flugvél Landhelgisgæslunnar sem lauk um tíuleytið í kvöld. Magnús Tumi sagði að sprungan væri að minnka. Það væri ekki mikið hraun og í raun væri þetta lítið gos. Hann sagði þó að ómögulegt væri að spá fyrir um hver þróunin yrði í nótt eða á morgun.

Með í útsýnisfluginu voru meðal annars Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og blaðamanna.

Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri muni fara austur á morgun og kynna sér betur aðstæður. Þá mun Ragna Árnadóttir gera grein fyrir stöðu mála á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×