Innlent

Þetta er helvíti gaman

Mikið fjör Gabríel, í miðið, skemmti sér konunglega í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hvolsvelli.Fréttablaðið / daníel
Mikið fjör Gabríel, í miðið, skemmti sér konunglega í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hvolsvelli.Fréttablaðið / daníel

„Þetta er bara helvíti gaman," sagði Gabríel Björnsson, fjórtán ára, sem þurfti að verja aðfaranótt sunnudags í fjöldahjálparmiðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Landeyjum ásamt fjölskyldu sinni.

Gabríel lét vel af vistinni í skólanum, þar sem hann gat komist í ballskák með krökkum á svipuðu reki.

Gosið kom honum ekki í opna skjöldu, enda hefur hann fylgst vel með skjálftavirkninni á svæðinu að undanförnu. „Ég átti von á því að þetta færi að gerast," sagði Gabríel, og skaut síðustu kúlunni á borðinu þéttingsfast í hornvasann fjær. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×