Lífið

Fegin að vera laus við karlana - myndband

Ellý Ármanns skrifar

„Mér finnst við eiga þetta skilið á hverju kvöldi. Dekur og lausar við þessa karla," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir nýjasti liðsmaður FM 957 þegar við spjölluðum við hana í gærkvöldi á veitingastaðnum Silfur.

Um var að ræða eftirpartý Sex and the City ll frumsýningarinnar.

Ásdís er hluti af útvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns á FM sem hóf göngu sína 21. maí síðastliðinn.

Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Ásdísi.


Tengdar fréttir

Frumsýning Sex and the City ll - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sambíó í Kringlunni í gærkvöldi þegar fjöldi íslenskra kvenna flykktist á frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll. Þá var öllum konunum boðið í eftirpartý í anda Sex and the City sem haldið var á veitingahúsinu Silfur í miðborg Reykjavíkur.

Einlægni er sexí - myndband

„Besta pikköpplínan mín er mjög simple..." sagði fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Þorbjörg Marinósdóttir eða Tobba eins og hún er kölluð þegar við hittum hana í eftirpartý sem haldið var á veitingahúsinu Silfur í gærkvöldi eftri frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll. Tobba gaf nýverið út skáldsöguna Makalaus. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Tobbu.

Eftirpartý SATC ll - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll í gærkvöldi á veitingahúsinu Silfur þar sem tekið var á móti gestum með Cosmopolitan og léttum veitingum. Fyrirtæki kynntu vöru sína og þjónustu, sýningarstúlkur sýndu fatnað frá Karen Millen, Páll Óskar tók lagið og tveir heppnir gestir unnu ferð til New York. Vísir var á staðnum og fangaði stemninguna sem var gríðarlega góð.

Íslenskt hrukkubanakrem nýjasta æðið

Nýtt íslenskt krem sem hvetur frumurnar til að framleiða kollagen er algjörlega málið segir Brynja Magnúsdóttir hjá Sif Cosmetics.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×