Innlent

Heimsækja ferðaþjónustuaðila á gossvæðinu

Frá Vík í Mýrdal fyrr í mánuðinum.
Frá Vík í Mýrdal fyrr í mánuðinum. Mynd/Valgarður Gíslason
Samráðshópur stjórnvalda og ferðaþjónustu hefur verið starfandi frá upphafi goss í Eyjafjallajökli undir forystu iðnaðarráðherra. Viðbragðsteymið heimsækir í dag ferðaþjónustuaðila, forsvarsmenn sveitarfélaga og almannavarna á Hvolsvelli, í Vík og á Moldnúpi undir Eyjafjöllum.

Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að hópurinn ætli einnig að kynna sér ástand mála á ýmsum stöðum í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal sem hafa orðið fyrir mestum búsifjum af völdum gossins og hlýða á sjónarmið um aðgengi ferðamanna að þessum slóðum í sumar. Gert er ráð fyrir að Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sláist í hópinn eftir ríkisstjórnarfund.

Í samráðshópi stjórnvalda og ferðaþjónustu eru fulltrúar iðnaðarráðuneytis, Almannavarna, Höfuðborgarstofu, samgönguráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Ferðamálastofu, Útflutningsráðs, Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja, Icelandair og Iceland Express.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×