Innlent

Spáð að askan falli vestan við jökulinn á föstudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð.
Eyjafjallajökull í allri sinni dýrð.
Búast má við öskufalli í grennd við eldstöðina og vestur af henni á morgun, samkvæmt spá Veðurstofunnar sem birt var klukkan tíu i kvöld á vef Veðurstofunnar.

Á föstudag og laugardag eru líkur á öskufalli vestur og norðvestur af Eyjafjallajökli. Á sunnudag og mánudag er svo hætt við öskufalli suður og suðvestur af eldstöðinni.

Þessa fallegu mynd sem fylgir fréttinni tók Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður Stöðvar 2, af gosmekkinum í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×