Innlent

Dýrin hafa það gott

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna.

Kálfar standa jórtrandi og hestar bera sig vel og án nokkurra einkenna.

Náið er fylgst með skepnum því hafa ber í huga að vandamál gætu komið upp síðar. Mikið og gott lið björgunarsveitarmanna er á svæðinu sem aðstoðar alla þá sem vinna í að koma dýrum í hús - eða flytja burt af svæðinu. Sú vinna hófst strax í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×