Erlent

Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu

Óli Tynes skrifar

Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum.

Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega.

Vélin var í farflugshæð þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum.

Vélin missti mikla hæð en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu.

Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Síðan hafa menn varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×