Innlent

Gosóróinn svipaður og undanfarna daga

Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag. mynd/magnús tumi
Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag. mynd/magnús tumi
Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Mökkurinn var hulinn skýjum en samkvæmt mælum Veðurstofunnar er gosóróinn svipaður og verið hefur undanfarna daga og engin merki um að gosi sé að ljúka þótt umfang gosmökksins hafi undanfarna daga farið dvínandi.

Hraun rennur í vesturátt og bræðir jökulinn en ekki er talin hætta á flóðum þar sem vatnið nær ekki að safnast saman heldur streymir sífellt áfram eftir árfarvegum. Líklegt er talið að hraunstreymi hafi hafist á hádegi á miðvikudag og því til viðmiðunar er tekið vatnsrennsli niður Gígjökul sem varð þá samfleytt og gufumyndun sást eftir hádegi þann dag við norðurjaðar sigketils. - jma


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×