Innlent

Vilja styðja endurreisn Íslands

Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn í Indlandi.
Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn í Indlandi.

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, segir kínversk stjórnvöld hafa einsett sér að styðja við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika, meðal annars með auknum innflutningi á íslenskum vörum til Kína sem og víðtækt samstarf í orkumálum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti forseta Íslands, en forseti er staddur í Kína.

Forseti fundaði með Jiabao í gær þar sem ráðherrann ítrekaði vilja Kína til frekara samstarfs og að gjaldeyrisskiptasamningurinn milli seðlabanka landanna, sem undirritaður var í sumar, væri hornsteinn þess samstarfs.

Á fundinum var einnig rætt um aðkomu Íslendinga að jarðhitaverkefnum í Kína. Þá sagði Jiabao að gosið í Eyjafjallajökli hefði vakið mikla athygli og fyrirséð væri að kínverskir ferðamenn myndu sækja Ísland heim í stórauknum mæli á næstunni. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×