Innlent

Flestir vilja Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánstóttir er vinsæl sem borgarstjóri.
Hanna Birna Kristjánstóttir er vinsæl sem borgarstjóri.

Flestir vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir núverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gegni borgarstjóraembættinu að loknum kosningum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö.

36,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni vilja Hönnu Birnu, 31 prósent vill að Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar verði næsti borgarstjóri og 25,7 prósent vilja að Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins setjist í stól borgarstjóra að loknum kosningum.

Mikill munur er á afstöðu kynjanna þegar kemur að stuðningi við ólík framboð.

Þannig virðast karlar hrífast meira að Besta flokknum en konur. 28 prósent karla kjósa Besta flokkinn samkvæmt könuninni en 17 prósent kvenna.

Bæði Samfylkingin og Vinstri grænir njóta meiri kven- en karlhylli. Tæplega 28 prósent kvenna ætla að kjósa Samfylkinguna en 19 prósent karla, tæplega 21 prósent kvenna ætlar að kjósa Vinstri græna en 15 prósent karla.

Meira jafnvægi er aftur á móti á afstöðu kynjanna þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum. 31 prósent karla ætla að kjósa flokkinn á móti 29 prósentum kvenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×