Innlent

Hlaupið nálgast efri brúna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýming gangi vel.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýming gangi vel.
Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna yfir Markarfljót samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. Viðbragðsaðilar á Hvolsvelli eru við öllu búnir enda er talið að hlaupið sé stærra en það sem var í gær.

Kjartan segir að rýming gangi ágætlega enda hafi boðunin verið í gegnum útvarp og sjónvarp. Landeyjarnar, Fljótshlíðin og Eyjafjöll eru rýmd.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×