Innlent

Eyjafjallajökull: Mýrdælingar óska eftir sjálfboðaliðum

MYND/Vilhelm
Síðustu daga hafa Mýrdælingar fengið að kenna á öskufalli frá Eyjafjallajökli og er ástandið víða orðið nokkuð þrúgandi, sérstaklega meðal bænda og ferðaþjónustuaðila. Nú auglýsa heimamenn eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða við hreinsun.

„Á fundi vettvangsstjórnar í Vík í gær var ákveðið að freista þess að fara í hreinsunarátak um helgina. Markmiðið er að hreinsa sem flest íbúðarhús í sveitarfélaginu," segir í tilkynningu.

„Þegar höfum við notið mikillar aðstoðar sjálfboðaliða við sauðburð og einnig við smíðavinnu. Nú biðlum við til þeirra sem væru til í að taka þátt í þessu um helgina þ.e.laugardag og sunnudag. Stefnt er að því byrja starfið á laugardagsmorgun á milli kl. 09 og 10 um morguninn," segir ennfremur.

Þeir sem hafa hug á að aðstoða Mýrdælinga í þessu verkefni eru beðnir um að hringja í 112 og fá þá samband við þjónustumiðstöðina í Vík og geta þeir skráð sig þar.

„Þjónustumiðstöðin vill þakka öllum þeim sem hafa komið að hjálparstarfi í þessari viku. Það starf hefur verið ómetanlegt."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×