Lífið

Hera Björk stelur senunni í Osló - myndir

Ellý Ármanns skrifar
Hera á rauða dreglinum.
Hera á rauða dreglinum.

Opnunarhátíð Eurovisionkeppninnar var haldin hátíðleg í Ráðhúsi Oslóar í gær þar sem norski dúettinn Bobbysocks söng meðal annars lagið La det swinge við mikinn fögnuð viðstaddra. Hera Björk fékk gríðarlega mikla athygli fjölmiðla þegar hún mætti á rauða dregilinn.

„Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævinnni. Hera Björk var stjarna kvöldsins. Við fylgdum henni upp bleika dregilinn á opnunarhátíðinni en við komumst ekki baun. Hún stal senunni því hún fékk alla athyglina upp allan dregilinn. Þegar hún kom inn héldum við að þetta væri búið en þá byrjaði annað eins fjölmiðlafár," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir systir Heru Bjarkar en hún er framkvæmdastjóri íslenska Eurovisionhópsins sem hefur verið upptekinn í allan dag við æfingar á framlagi Íslands.

Þau fara í gegnum síðasta rennslið í Telenor-höllinni í Osló á morgun fyrir fyrri undanúrslitakeppnina sem hefst annað kvöld klukkan 19:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×