Innlent

Bannsvæði í kringum gossvæðið minnkað

Banndsvæðið umhverfis jökulinn.
Banndsvæðið umhverfis jökulinn.

Þjóðvegur 1 er opinn undir Eyjafjöllum en vegfarendur eru beðnir um að fara með gát þar sem bráðabirgðaviðgerðir eru á veginum samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum.

Bannsvæðið umhverfis eldstöðina hefur verið minnkað og er leiðin að Sólheimajökli opin og einnig er opið upp á Mýrdalsjökul.

Vegurinn upp á Fimmvörðuháls er lokaður og bannsvæði umhverfis gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem vestasti hluti Mýrdalsjökuls er lokaður.

Lokað er inn í Þórsmörk en vegurinn þangað er horfinn á 6 kílómetra kafla.

Ljóst er að miðað við fyrirliggjandi spár um gjóskudreifingu verður loftrýmið umhverfis flugvellina í Reykjavík og Keflavík lokað fyrir blindflugsumferð í dag.

Svæði 1 (fluglaust svæði) nær yfir stóran hluta Íslands og mun hafa veruleg áhrif á innanlandsflug. Þó er loftrýmið við Egilsstaða- og Akureyrarflugvelli opið enn sem komið er.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×