Erlent

Milljónir strandaglópa

Strandaglópar á flugvellinum í Los Angeles á leið með British Airways til London. Mynd/AP
Strandaglópar á flugvellinum í Los Angeles á leið með British Airways til London. Mynd/AP
Í Evrópu og víðar eru milljónir strandaglópa vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Um 20 lönd lokuðu fyrir alla flugumferð nú um helgina og sum þeirra hafa framlengt bannið fram á morgundaginn, að sögn BBC, meðal annars Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Finnland, Lettland, Lúxemborg, Bretland og Slóvakía. Askan hefur því nú valdið meiri röskun á flugi en hryðjuverkaárásirnar ellefta september.

Hollenska flugfélagið KLM sendi eina af Boeing 737 vélum sínum í reynsluflug og að sögn talsmanna félagsins lenti vélin ekki í neinum vandræðum. Verið er að skoða vélina og kanna hvort hún varð fyrir einhverjum skemmdum.

17 þúsund flugferðum var aflýst í Evrópu í gær af þeim 22 þúsund sem alla jafna eru í slíkum laugardegi, og flestar flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna voru einnig felldar niður. Áætlað er að flugfélög tapi um 130 milljónum punda á degi hverjum á dag vegna þessa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×