Innlent

Segja Beaty hafa sagt ósatt

ross j. beaty
ross j. beaty

Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, er sagður hafa sagt blaðamönnum tímaritsins Reykjavík Grapevine ósatt um fyrirætlanir fyrirtækisins hér á landi.

Beaty sagði í viðtali við Grapevine 16. september 2009 að fyrirtæki hans hefði engan áhuga á að eignast meirihluta í HS orku.

„Ég hef engan áhuga á að kljást við Íslendinga, allra síst ríkisstjórnina, um hvað sé eðlileg orkustefna í landinu."

Þá hafi hann sagt Ísland spennandi fjárfestingarkost, óháð efnahags­lægðinni, og hann væri ekki að nýta sér ástandið hér. Í viðtali við fjárfestingarblaðið Hera Research Monthly hafi hann hins vegar sagt að ógjörningur hefði verið að fjárfesta á Íslandi ef ekki hefði verið fyrir efnahagshrunið.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×