Erlent

Þúsundir mótmæla í Aþenu

Mótmæla niðurskurði Íbúar Aþenu fjölmenntu í miðbænum.nordicphotos/AFP
Mótmæla niðurskurði Íbúar Aþenu fjölmenntu í miðbænum.nordicphotos/AFP

Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst.

Verkalýðsfélög og almenningur mótmæla harkalegum sparnaðar­aðgerðum stjórnvalda, sem að nokkru eru kröfur evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Verslunareigendur og embættismenn borgarinnar bjuggu sig undir átök í miðbænum, meðal annars með því að byrgja rúður verslana. Sautján hundruð manna lögreglulið var sent á vettvang.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×