Innlent

Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir. Mynd/GVA
Nokkrar  breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Blaðamannafundur fyrir innlenda jafnt sem erlenda fjölmiðla með Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, verður haldinn í húsi flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu klukkan 15:15 í dag. Þar verður farið yfir stöðu mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×