Innlent

Steingrímur kominn til Íslands - tveggja vikna gæsluvarðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela. Mynd/ lögreglan í Venesúela.
Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela. Mynd/ lögreglan í Venesúela.
Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum á föstudag en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu.

Málið kom upp um miðjan september og hafa nokkrir aðilar setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×