Innlent

Eyjafjallajökull: Enn sprengivirkni í gosinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverð sprengivirkni er í gosinu. Mynd/ Pjetur.
Töluverð sprengivirkni er í gosinu. Mynd/ Pjetur.
Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í Eyjafjallajökli frá því í gær, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Veðurstofu Íslands í morgun. Gosmökkurinn sást vel í gær en hann var töluvert dekkri en áður. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að ástæðuna mætti rekja til aukinnar sprengivirkni í gosinu. Búast mætti við töluverðu öskufalli næstu daga.




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×