Innlent

Enn kraftur í gosinu

Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu.
Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Mynd/Vilhelm

Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum.

Hinsvegar er stíf norðanátt á gosstöðvunum og hefur aska því fallið frá Ásólfsskála að Sólheimajökli í nótt. Skyggni hefur verið á bilinu 400 til 500 metrar, eða minna. Nær ekkert skyggni var frá Þorvaldseyri í morgun.

Öskufallið nær þó ekki til Vesmannaeyja, eins og óttast var. Ekkert hlaup hefur orðið í Markarfljóti í nótt. Jarðvísindamenn ætla að fljúga yfir gosstöðvarnar fyrir hádegi og meta stöðuna nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×