Innlent

Fólk situr bara og bíður í Hvolsskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks skráði sig inn í fjöldahjálparstöðina á Hvolsvelli í gær. Sama fólk þurfti að yfirgefa heiili sín í kvöld. Mynd/ Vilhelm.
Fjöldi fólks skráði sig inn í fjöldahjálparstöðina á Hvolsvelli í gær. Sama fólk þurfti að yfirgefa heiili sín í kvöld. Mynd/ Vilhelm.
„Fólk er ótrúlega rólegt. Það er rólegt og þakklátt," segir Árný Hrund Svavarsdóttir, starfsmaður fjöldahjálpamiðstöðvar Rauða krossins. Vísir náði tali af henni þar sem hún var stödd í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hvolsvelli. Þar er verið að gefa fólki að borða kvöldmat.

„Stemningin er náttúrlega nákvæmlega í gær. Fólk er að tínast inn og situr bara og bíður," segir Árný Hrund. Hún segir að margir hafi streymt inn núna frá mjöltum og menn hafi bara streymt inn i fjósagöllunum.

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem rýming er gerð í nágrenni við Hvolsvöll. Í fyrsta skiptið var þegar fyrri sprungan opnaðist við Fimmvörðuhálsinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×