Innlent

Reiknað með töluverðri umferð um Akureyri

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján

Millilandaflugvélar komu og fóru frá Akureyrarflugvelli fram á nótt, en hlé varð undir morgun. Umferðin er aftur að fara í fullan gang og er reiknað með töluverðri umferð um völlinn í dag. Verulegt álag hefur verið á starfsliði vallarins og aukaliði frá Reykjavík og Keflavík, en engin alvarleg vandamál hafa komið upp, að sögn starfsmanna í morgun. Nánari upplýsingar um flugið er á heimasíðum flugfélaganna.

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi og á Ítalíu hafa aflétt flugbanni og verið er að opna einhverja velli í Portugal.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×